11 mar'21

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk hófst veturinn 1996 – 1997 í Hafnarfirði og hefur verið haldin síðan víða um land. Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember,  ár hvert og lýkur í mars með úrslitakeppni. Þann 9. mars sl. tóku tíu nemendur þátt í keppninni í Borgaskóla, þeir lásu valda kafla úr skáldsögunum…

Nánar
08 mar'21

Nemendaþing

Miðvikudaginn 3. mars fór fram nemendaþing í Borgaskóla. Nemendur unnu í hópum innan árganga að tillögum að úrbætum á skólalóð. Í öllum árgöngum var hugmyndaauðgi og virkni nemenda til fyrirmyndar. Margar frábærar tillögur litu dagsins ljós og kynntu nemendur niðurstöður sínar í lok þingsins.

Nánar
19 feb'21

Frá foreldrafélagi Borgaskóla

Stofnfundur foreldrafélags Borgaskóla var haldinn mánudaginn 15. febrúar. Kosið var í stjórn foreldrafélagsins og í skólaráð. Í stjórn foreldrafélagsins eru eftirfarandi: Formaður: Helena Konráðsdóttir Gjaldkeri: Alda Pétursdóttir Ritari: Inga Birna Sigurðardóttir Meðstjórnendur: Oddbergur Eiríksson Katrín Hólm Árnadóttir Kristjana Þuríður Þorláksdóttir Hólmfríður Jónsdóttir Hulda Sigurjónsdóttir Í skólaráði eru eftirfarandi: Helena Konráðsdóttir Kristjana Þuríður Þorláksdóttir

Nánar
10 feb'21

Loksins kom snjórinn

Það ríkti mikil gleði í frímínútum í morgun og það má með sanni segja að verkfræðingar framtíðarinnar hafi haft nóg að gera.    

Nánar
09 feb'21

Bolludagur og öskudagur

Mánudaginn 15. febrúar er bolludagur og þá er nemendum velkomið að koma með bollur í nesti. Ávaxtastund verður á sínum stað. Líkt og fram kemur á skóladagatali er skertur dagur í Borgaskóla miðvikudaginn 17. febrúar. Nemendur mæta í skólann kl. 08:20. Skóladegi hjá nemendum í 5.-7. bekk lýkur kl. 11:40 og skóladegi hjá nemendum í…

Nánar
29 jan'21

Óskilamunir

Það er ýmislegt sem gleymist þegar maður fer heim úr skólanum, þar á meðal fatnaður. Frá því í haust hefur safnast upp nokkuð magn af óskilamunum sem við viljum koma til réttra eigenda. Ef þið kannist við eitthvað hér á þessum myndum er best að hafa samband við hana Kristbjörgu, ritarann okkar og hún kemur…

Nánar
28 jan'21

Nemenda- og foreldraviðtöl 29. janúar

Líkt og fram kemur á skóladagatali eru nemenda- og foreldraviðtöl föstudaginn 29. janúar og því mæta nemendur ekki í skólann þann dag. Viðtölin fara fram í gegnum fjarfundarbúnað.

Nánar
18 des'20

Jólakveðja og fréttabréf

Starfsfólk Borgaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Við hlökkum til að taka á móti nemendum okkar á nýju ári. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá  þriðjudaginn 5. janúar. Nýtt fréttabréf er komið út og má það finna hér.    

Nánar
11 des'20

Hurðaskreytingar í Borgaskóla

Nemendur allra árganga skreyttu hurðir að stofum sínum í desember og var svo kosið um hvaða hurð uppfyllti ákveðin viðmið. Viðmiðin voru: – nemendur hafa sýnt skapandi vinnubrögð – nemendur hafa lagt á sig vinnu – hurðaskreytingin er frumleg hugmynd. Niðurstaða kosningarinnar var sú að nemendur í 6. T fengu viðurkenningu fyrir hurðaskreytingu ársins 2020.…

Nánar