20 des'22

Jólakveðja frá Borgaskóla og nýtt fréttabréf

Nú er hátíð ljóss og friðar framundan og um leið og við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, þökkum við fyrir ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 3. janúar. Nýtt fréttabréf hefur litið dagsins ljós og er það að finna hér.

Nánar
23 nóv'22

Ævar Þór kom í heimsókn

Ævar Þór rithöfundur kom í heimsókn í Borgaskóla mánudaginn 21. nóvember og las upp úr nýjustu bók sinni, Drengurinn með ljáinn. Bókin hentar vel miðstigi og því fengu nemendur í 5.-7. bekk að hlusta á Ævar á sal skólans. Bókin er hröð og grípandi ungmennasaga sem er prýdd fjölda mynda og óhætt að segja að…

Nánar
17 nóv'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru veitt 16. nóvember, á degi íslenskrar. Verðlaunin eru veitt þeim nemendum sem hafa sýnt færni, frumleika að sköpunargleði við að tjá sig á íslensku í ræðu og/eða riti, þeim sem hafa sýnt leikni í að nota tungumálið sem samskiptatæki, ýmist í hagnýtu eða listrænu skyni, t.d. á sviði samræðulistar eða ljóðrænnar…

Nánar
08 nóv'22

Baráttudagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti og er markmið dagsins m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Í Borgaskóla voru samræður í öllum árgöngum um jákvæð samskipti ásamt því sem nemendur og starfsfólk mynduðu saman broskall á skólalóð. Brosið er…

Nánar
02 nóv'22

Borgaskóli tók á móti fyrsta Grænfánanum og nýtt fréttabréf

Borgaskóli fékk Grænfánann afhentan í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn við skólann í dag. Skólar á öllum skólastigum taka þátt í grænfánaverkefninu. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Nemendur og kennarar gengu fylktu liði umhverfis skólann og að fánastöngum. Þar voru teknar nokkrar öndunaræfingar til að…

Nánar
13 okt'22

Borgaskóli hefur fengið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar

Mannréttindarstefna Reykjavíkurborgar er lögð til grundvallar Regnbogavottun Reykjavíkurborgar. Hún byggir á jafnræðisreglunni og miðar að því að allar manneskjur fá notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs- og stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að…

Nánar
06 okt'22

Starfsdagur 7. október

Líkt og fram kemur á skóladagatali er starfsdagur í Borgaskóla föstudaginn 7. október. Við hlökkum til að taka á móti nemendum okkar aftur mánudaginn 10. október.

Nánar
28 sep'22

Nemenda- og foreldraviðtöl 29. september

Fimmtudaginn 29. september eru nemenda- og foreldraviðtöl í Borgaskóla. Nemendur mæta í viðtalstíma hjá umsjónarkennara með foreldrum sínum og engin kennsla verður þennan dag. Frístundaheimilið Hvergiland er opið fyrir þá nemendur í 1.-2. bekk sem foreldrar hafa skráð viðveru.

Nánar