21 okt'20

Fréttabréf Borgaskóla og vetrarleyfi

Vetrarleyfi er í grunnskólum Reykjavíkur 22.- 26. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. október. Fyrsta fréttabréf Borgaskóla er komið út. Það má finna hér

Nánar
15 okt'20

Nemenda- og foreldraviðtöl 16. október

Líkt og fram kemur á skóladagatali eru nemenda- og foreldraviðtöl í Borgaskóla föstudaginn 16. október. Að þessu sinni eru viðtölin á fjarfundarformi og hafa foreldrar fengið upplýsingar frá umsjónarkennurum um tilhögun þeirra.

Nánar
08 okt'20

Tilkynning frá almannavarnadeild höfuðborgarsvæðisins

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins tekið þá ákvörðun að stöðva allt íþróttastarf og kennslu sem fram fer innandyra á þeirra vegum frá og með deginum í dag til 19. október. Öll íþróttakennsla mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Sundlaugar verða enn fremur lokaðar…

Nánar
05 okt'20

Skólastarf í Borgaskóla

Kennsla hefst á morgun, 6. október samkvæmt stundaskrá. Vinsamlegast athugið að skólahúsnæðið er aðeins opið nemendum og starfsfólki.

Nánar
30 sep'20

Tilkynning til foreldra/forráðamanna í Borgaskóla

Vegna Covid-19 smits sem kom upp í Borgaskóla verður almenn kennsla færð yfir í fjarkennslu til þriðjudagsins 6. október. Vinsamlegast athugið að samkvæmt skóladagatali er starfsdagur í skólanum mánudaginn 5. október. Foreldrar hafa fengið upplýsingar í tölvupósti frá skólastjóra. Foreldrar barna í frístundastarfi fá nánari upplýsingar sendar um tilhögun starfsins. Einnig mun félagsmiðstöðin skipuleggja starf…

Nánar
15 sep'20

Skertur skóladagur í dag

Í dag (þriðjudag) er skóladagurinn hjá nemendum skertur. Skóladeginum lýkur um hádegi. Norræna skólahlaupið verður haldið í dag en þá hlaupa nemendur góðan hring í hverfinu.

Nánar
19 ágú'20

Skólasetning Borgaskóla

Skólasetning Borgaskóla verður á sal skólans sem hér segir: Kl. 09:00 2.-3. bekkur Kl. 10:00 4.-5. bekkur Kl. 11:00 6.-7. bekkur Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir sérstaklega í viðtöl hjá umsjónarkennurum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 25. ágúst. Vegna viðmiða um umgengni á starfstöðum skóla- og frístundasviðs getum við ekki boðið foreldrum að vera viðstaddir skólasetningu.

Nánar