09 jún'21

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Mánudaginn 7. júní voru nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjaskóla. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram við að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. Inga María Arnardóttir, nemandi í 7. bekk, er handhafi verðlaunanna að þessu sinni. Hún…

Nánar
03 jún'21

9. og 10. júní í Borgaskóla

Miðvikudaginn 9. júní er útivistardagur í Borgaskóla. Þá fara starfsmenn og nemendur í Gufunesbæ og njóta þeirrar útivistar sem þar er að finna. Við grillum pylsur í hádegismat og  skóladegi lýkur kl. 12:00 þann dag.  Þeir nemendur sem eru í frístund fara í Hvergiland að loknum skóladegi. Fimmtudaginn 10. júní eru skólaslit. Fyrirkomulagið verður þannig…

Nánar
25 maí'21

Reglugerð um samkomutakmarkanir

Í dag tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir og er gildistími hennar til 16. júní nk. Við gætum sóttvarna hér í Borgaskóla og biðjum foreldra um að koma ekki inn í skólann nema að höfðu samráði við kennara eða skrifstofu.

Nánar
09 maí'21

Starfsdagur 10. maí – Menntastefnumót

Mánudaginn 10. maí er starfsdagur í Borgaskóla og því engin  kennsla þann dag. Einnig er starfsdagur í frístundaheimilinu Hvergilandi. Starfsfólk skóla og frístundar nýtir daginn til þess að taka þátt í rafrænu Menntastefnumóti, þar sem kennarar skólans eiga fjóra fulltrúa. Signý Traustadóttir og Unnur Jónsdóttir munu kynna nýsköpun í gegnum Glowforge og Þuríður Ágústsdóttir og…

Nánar
01 apr'21

Skólastarf í Borgaskóla að loknu páskaleyfi

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins til kl. 10 svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við ríkjandi takmarkanir.…

Nánar
11 mar'21

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk hófst veturinn 1996 – 1997 í Hafnarfirði og hefur verið haldin síðan víða um land. Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember,  ár hvert og lýkur í mars með úrslitakeppni. Þann 9. mars sl. tóku tíu nemendur þátt í keppninni í Borgaskóla, þeir lásu valda kafla úr skáldsögunum…

Nánar