velkomin i borgaskola1

Velkomin í Borgaskóla

Í Borgaskóla leggjum við áherslu á gott samstarf við foreldra og mikilvægi þess að taka höndum saman um nám nemenda strax frá upphafi.

Borgaskóli er í góðu samstarfi við leikskólana Hamra og Hulduheima. Nemendur þessara tveggja leikskóla eru í samstarfsverkefni með skólanum sem ber heitið Skólavinir.  Foreldrum barna af öðrum leikskólum er bent á að hafa samband við skrifstofu varðandi heimsókn í skólann.

Eftirfarandi upplýsingar er mikilvægt að hafa í huga:
.    Námsgögn, líkt og stílabækur, skriffæri o.fl., eru til staðar í skólanum og hafa nemendur aðgang að þeim, foreldrum að kostnaðarlausu.
.    Hægt er að sækja um ávaxtahressingu að morgni og mataráskrift í hádegi á rafraen.reykjavik.is. Nemendur fá vatn og mjólk í skólanum. Borgaskóli er heilsueflandi skóli og kjósi foreldrar að senda nemendur með hressingu í skólann er mælst til þess að hafa hressinguna holla, líkt og ávexti eða grænmeti.
.    Foreldrar og nemendur verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum.
.    Borgaskóli og Frístundaheimilið Hvergiland eru í góðu samstarfi. Forstöðumaður er Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir.
.    Kennsla hefst kl. 08:30 alla daga nema föstudaga, þá hefst skóli kl. 09:00. Skóladegi lýkur kl. 13:40 og þá tekur frístund við. Gæsla er í boði fyrir nemendur alla daga frá kl. 08:00.
.    Nemendur fara í útivist tvisvar á dag og mikilvægt að koma klæddur eftir veðri.
.    Farið verður betur yfir skipulag skóladagsins í viðtölum með umsjónarkennurum.

Að lokum bendum við foreldrum á að hægt er að hafa samband við skólastjórnendur í síma 411-7760 eða með tölvupósti. Borgaskóli leggur áherslu á að vinna eftir leiðsagnarnámi og því bendum við sérstaklega á eftirfarandi slóð: https://borgaskoli.is/skolinn/leidsagnarnam/