felags2

Hvergiland

Frístundarheimili

Frístundaheimilið Hvergiland er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17:00, fyrir börn í 1. - 4. bekk. Hvergiland tilheyrir sviði sem heitir Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Hvergiland er eitt af sex frístundaheimilum sem tilheyra Vígyn frístundamiðstöð, en hún er staðsett í Víkurskóla. Við hér í Hvergilandi leitumst við að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.

felags2

Vígyn

Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Vígyn er starfrækt af frístundamiðstöðinni Brúnni og er félagsmiðstöð fyrir Borgaskóla (5.-7. bekkur), Engjaskóla (5.-7. bekkur) og Víkurskóla (8.-10. bekkur).

Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á að þjálfa samskiptafærni, auka félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og efla samfélagslega virkni og þátttöku. Barna- og unglingalýðræði er hugmyndafræðin sem starfið byggir á og tryggir áhrif barna og unglinga á starfið.

Opnunartími 10 – 12 ára starfsins:

mánudagar: 16:30-18 í Borgaskóla og Engjaskóla

miðvikudagar: 17-18:30 í Borgaskóla og Engjaskóla

föstudagar: 17-18:30 í Víkurskóla

Auk þess er starfsmaður frá félagsmiðstöðinni með viðveru 1x í viku á skólatíma í Borgaskóla og er með opnun í morgunfrímínútum fyrir 7.bekk ásamt því að sinna hópefli, samskipta- og félagsfærniverkefnum inni í bekkjum á miðstigi í samráði við skólastjórnendur og umsjónarkennara.

Allar nánari upplýsingar varðandi starfið og dagskrá Vígyn má finna í fréttabréfi sem sent er foreldrum í upphafi hvers mánaðar í gegnum Mentor. Eða á heimasíðu Vígyn: https://gufunes.is/vigyn/

Umsjónarmaður 10-12 ára starfsins er Helga Hjördís, helgahjordis@rvkfri.is, s. 695-5082

fristund2
fristund2