Frístundastarf
Frístundarheimilið Hvergiland
Frístundaheimilið við Borgaskóla, Hvergiland tilheyrir frístundamiðstöðinni Ársel/Gufunesbæ sem rekin er af Skóla- og frístundasviði (SFS)
Þar er börnunum boðið upp á skipulagt tómstundastarf, frjálsan leik og /eða rólegheit eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til klukkan 17. Í Hvergilandi er leitast við að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.
Forstöðumaður frístundaheimilisins er Ásgerður Ólafsdóttir.
Símanúmer: 411-7788 (skrifstofa), 695-5197 (3-4 bekkur), 411-7789 og 695-5198 (1-2 bekkur)
Hægt er að ná í Ásgerði forstöðumann fyrir hádegi í s. 411-7788 og 695-5197 eða senda póst á hvergiland@rvkfri.is