Námsmat

Í aðalnámskrá grunnskóla (2011) segir að leggja skuli áherslu á leiðsagnarmat, þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Kennarar og stjórnendur hófu vinnu á skólaárinu 2012 -2013 við að endurskoða námsmat skólans og aðlaga að nýrri aðalnámskrá. Á skólaárinu 2015 -2016 var unnið við endurskoðun námsmats í samstarfi við grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Afrakstur þeirrar vinnu var m.a. rafræn handbók um námsmat.

Í Borgaskóla er lögð áhersla á tengsl hæfniviðmiða og námsmats þ.e. leiðsagnarmat. Námsmatið á að vera leiðbeinandi fyrir nemendur og auðvelda þeim að setja sér markmið í námi. Kennari metur færni nemandans í námi og starfi á fjölbreyttan hátt og skráir jafnóðum allt mat sem fram fer og færir inn í hæfnikort nemandans í Mentor. Færni nemenda er metin á fjölbreyttan hátt, m.a. með eftirfarandi matstækjum:

Ferilmappa/vinnumappa
Leiðarbækur
Umræður
Hugarkort
Verkefni, ritgerðir, vinnubrögð og frágangur
Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og samvinna
Mat á einstaklings- og hópaverkefnum
Kannanir, frammistöðumat og próf
Nemendaviðtöl
Sjálfsmat nemanda og jafningjamat

Farið er yfir námsframvindu nemenda í foreldra-og nemendaviðtölum 3 sinnum á skólaári.
Birtingarmynd námsmats er bókstafakvarði eins og aðalnámskrá gerir kröfur um í 4. og 7. bekk.