Foreldrafélag Borgaskóla
Almennar upplýsingar
Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Félagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með skólanum m.a. útihátíðum og skólaslitum. Foreldrafélagið er með facebook hóp fyrir foreldra nemenda í Borgaskóla. Slóðin á hópinn hefur verið send foreldrum í gegnum Mentor en einnig er hægt að senda tölvupóst á meðlimi foreldrafélagsins.
Aðrar upplýsingar
Foreldrafélag Borgaskóla á fulltrúa í SAMFOK Samtökum foreldrafélaga og forráðamennáða í grunnskólum Reykjavíkur. Foreldrafélag Borgaskóla starfar skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Þar segir að við hvern grunnskóla skuli starfi foreldrafélag. Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Lög foreldrafélags Borgaskóla
1.grein
Félagið heitir Foreldrafélag Borgaskóla, kt. 501298-3019 heimili þess er að Vættaborgum 9, 112 Reykjavík.
2.grein
Félagar teljast allir forráðamenn nemenda skólans.
3.grein
Markmið félagsins er að:
• vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
• efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
• styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
• koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
• standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
4. grein
Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með því að:
• skipuleggja og halda utan um starf bekkjarfulltrúa í hverjum bekk
• koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál
• standa að upplýsingamiðlun til foreldra
• veita skólayfirvöldum lið svo að aðstæður til náms og félagslegra starfa verði sem bestar
• stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans
• styðja og efla hverja þá starfsemi, sem stuðlar að auknum þroska og menningu skólans
• taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög, svæðaráð og landssamtök foreldra
5. grein
Stjórn félagsins er skipuð sjö foreldrum/forráðamönnum og leitast skal við að fulltrúar séu frá mismunandi skólastigum, þ.e. yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi.
Stjórn er kjörin á aðalfundi og skiptir með sér verkum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar. Auk formanns skal stjórnin skipuð ritara, gjaldkera og 4 meðstjórnendum. Við forföll formanns kemur stjórnin sér saman um afleysingu. Æskilegt er að ekki gangi fleiri en 4 úr stjórn í einu og skal miða við að hver stjórnarmaður sé kjörinn í stjórn til tveggja ára. Ef þurfa þykir má bæta við tveimur varamönnum í stjórn.
6. grein
Bekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins sem setur þeim starfsreglur. Bekkjarfulltrúar, ásamt stjórn félagsins, mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara. Fulltrúaráð ber ábyrgð á að val bekkjarfulltrúa fari fram. Gengið er frá kjöri bekkjarfulltrúa næsta skólaárs fyrir aðalfund foreldrafélagsins. Tveir fulltrúar forráðamanna úr hverjum árgangi eru kosnir til tveggja ára í senn. Í fyrsta bekk er einn kosinn til tveggja ára og einn til eins árs til að stuðla að því að báðir hætti ekki á sama tíma.
7.grein
Aðalfundur skal haldinn í maí ár hvert. Stjórnin boðar til fundarins í samstarfi við skólaráð með sannarlegum hætti og með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Í fundarboði skal kynna efni fundarins.
Verkefni aðalfundar:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Reikningar lagðir fram til samþykktar
4) Breytingar á lögum og starfsreglum
5) Ákvörðun félagsgjalda
6) Kosning stjórnar
7) Kosning eins skoðunarmanns reikninga og eins varamanns
8) Skýrsla skólaráðs
9) Kosning fulltrúa foreldra í skólaráð
10) Önnur mál
8. grein
Stjórn foreldrafélagsins getur skipað nefndir um afmörkuð verkefni.
9.grein
Fulltrúaráðið skal koma saman eigi sjaldnar en þrisvar á skólaárinu og oftar ef þurfa þykir. Fyrsti fundur skal haldinn í upphafi skólaárs. Stjórn félagsins undirbýr og boðar til þessara funda. Þar skulu rædd mál er varða markmið og starf foreldrafélagsins, starf foreldra í bekkjardeildum og verkefni skólaráðs ef þurfa þykir.
10.grein
Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að óska eftir því að foreldrar greiði félagsgjald til félagsins. Þetta gjald er innheimt árlega og ákveðið á aðalfundi.
11. grein
Ákvörðun um slit félagsins verður tekin með einföldum meirihluta á aðalfundi, enda sé þess getið í fundarboði og renna þá eignir þess til skólans.
12. grein
Lögum þessum má breyta með einföldum meirihluta á aðalfundi, enda sé lagabreytinga getið í fundarboði.
Foreldrafélag Borgaskóla var stofnað 3. febrúar 2021.
Handbók foreldrafélaga grunnskóla
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.
Fréttir úr starfi
Starfsfólk Borgaskóla þakkar fyrir gott og gjöfult samstarf á skólaárinu 2022-2023 og sendir kærar kveðjur til nemenda og fjölskyldna þeirra, með ósk um ánægjulegar samverustundir í sumar.…
Nánar