Uncategorized

18 des'20

Jólakveðja og fréttabréf

Starfsfólk Borgaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Við hlökkum til að taka á móti nemendum okkar á nýju ári. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá  þriðjudaginn 5. janúar. Nýtt fréttabréf er komið út og má það finna hér.    

Nánar
11 des'20

Hurðaskreytingar í Borgaskóla

Nemendur allra árganga skreyttu hurðir að stofum sínum í desember og var svo kosið um hvaða hurð uppfyllti ákveðin viðmið. Viðmiðin voru: – nemendur hafa sýnt skapandi vinnubrögð – nemendur hafa lagt á sig vinnu – hurðaskreytingin er frumleg hugmynd. Niðurstaða kosningarinnar var sú að nemendur í 6. T fengu viðurkenningu fyrir hurðaskreytingu ársins 2020.…

Nánar
19 nóv'20

Sundkennsla hefst á ný og grímuskylda nemenda á miðstigi afnumin

Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins hefur grímuskyldu verið aflétt hjá nemendum á miðstigi ásamt fjarlægðartakmörkunum. Áframhaldandi hólfaskipting er enn við líði  í skólanum ásamt því að nemendur mæta í skólann á sama tíma og undanfarnar vikur: 1., 3. 6, og 7. bekkur mæta kl. 08:20 á morgnana. 2., 4. og 5. bekkur mæta kl. 08:30 á…

Nánar
12 nóv'20

Hreint skólaumhverfi

Í dag fór 6. K út til að tína upp rusl í kringum skólann sinn. Þetta var liður í námsfélagaverkefni í lífsleikni og voru nemendur dregnir í pör til að vinna saman. Verkefnið gekk vonum framar og safnaðist heilmikið saman eins og sést á myndinni. Margt kom þeim á óvart sem þau fundu í beðunum,…

Nánar
03 nóv'20

Breyting á skipulagi skólastarfs

Við í Borgaskóla höfum skipulagt skólastarfið með tilliti til nýrrar reglugerðar um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar sem gildir frá 3. nóvember og gildir til og með 17. nóvember. Skólatími nemenda í 1. -4. bekk verður nær óbreyttur eina undantekningin er mætingartími að morgni. Til þess að forðast blöndun milli árganga á morgnana biðjum við…

Nánar
31 okt'20

Starfsdagur 2. nóvember

Mánudaginn 2. nóvember verður starfsdagur í Borgaskóla og munu nemendur ekki mæta í skólann þann dag.  Dagurinn verður nýttur til þess að endurskipuleggja skólastarfið m.t.t. nýrrar reglugerðar um skólastarf, sem væntanleg er á morgun. Nánari upplýsingar munu berast foreldrum á mánudag.

Nánar
21 okt'20

Fréttabréf Borgaskóla og vetrarleyfi

Vetrarleyfi er í grunnskólum Reykjavíkur 22.- 26. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. október. Fyrsta fréttabréf Borgaskóla er komið út. Það má finna hér

Nánar
15 okt'20

Nemenda- og foreldraviðtöl 16. október

Líkt og fram kemur á skóladagatali eru nemenda- og foreldraviðtöl í Borgaskóla föstudaginn 16. október. Að þessu sinni eru viðtölin á fjarfundarformi og hafa foreldrar fengið upplýsingar frá umsjónarkennurum um tilhögun þeirra.

Nánar
08 okt'20

Tilkynning frá almannavarnadeild höfuðborgarsvæðisins

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins tekið þá ákvörðun að stöðva allt íþróttastarf og kennslu sem fram fer innandyra á þeirra vegum frá og með deginum í dag til 19. október. Öll íþróttakennsla mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Sundlaugar verða enn fremur lokaðar…

Nánar