Uncategorized

25 maí'21

Reglugerð um samkomutakmarkanir

Í dag tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir og er gildistími hennar til 16. júní nk. Við gætum sóttvarna hér í Borgaskóla og biðjum foreldra um að koma ekki inn í skólann nema að höfðu samráði við kennara eða skrifstofu.

Nánar
09 maí'21

Starfsdagur 10. maí – Menntastefnumót

Mánudaginn 10. maí er starfsdagur í Borgaskóla og því engin  kennsla þann dag. Einnig er starfsdagur í frístundaheimilinu Hvergilandi. Starfsfólk skóla og frístundar nýtir daginn til þess að taka þátt í rafrænu Menntastefnumóti, þar sem kennarar skólans eiga fjóra fulltrúa. Signý Traustadóttir og Unnur Jónsdóttir munu kynna nýsköpun í gegnum Glowforge og Þuríður Ágústsdóttir og…

Nánar
01 apr'21

Skólastarf í Borgaskóla að loknu páskaleyfi

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins til kl. 10 svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við ríkjandi takmarkanir.…

Nánar
11 mar'21

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk hófst veturinn 1996 – 1997 í Hafnarfirði og hefur verið haldin síðan víða um land. Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember,  ár hvert og lýkur í mars með úrslitakeppni. Þann 9. mars sl. tóku tíu nemendur þátt í keppninni í Borgaskóla, þeir lásu valda kafla úr skáldsögunum…

Nánar
08 mar'21

Nemendaþing

Miðvikudaginn 3. mars fór fram nemendaþing í Borgaskóla. Nemendur unnu í hópum innan árganga að tillögum að úrbætum á skólalóð. Í öllum árgöngum var hugmyndaauðgi og virkni nemenda til fyrirmyndar. Margar frábærar tillögur litu dagsins ljós og kynntu nemendur niðurstöður sínar í lok þingsins.

Nánar
19 feb'21

Frá foreldrafélagi Borgaskóla

Stofnfundur foreldrafélags Borgaskóla var haldinn mánudaginn 15. febrúar. Kosið var í stjórn foreldrafélagsins og í skólaráð. Í stjórn foreldrafélagsins eru eftirfarandi: Formaður: Helena Konráðsdóttir Gjaldkeri: Alda Pétursdóttir Ritari: Inga Birna Sigurðardóttir Meðstjórnendur: Oddbergur Eiríksson Katrín Hólm Árnadóttir Kristjana Þuríður Þorláksdóttir Hólmfríður Jónsdóttir Hulda Sigurjónsdóttir Í skólaráði eru eftirfarandi: Helena Konráðsdóttir Kristjana Þuríður Þorláksdóttir

Nánar
10 feb'21

Loksins kom snjórinn

Það ríkti mikil gleði í frímínútum í morgun og það má með sanni segja að verkfræðingar framtíðarinnar hafi haft nóg að gera.    

Nánar
09 feb'21

Bolludagur og öskudagur

Mánudaginn 15. febrúar er bolludagur og þá er nemendum velkomið að koma með bollur í nesti. Ávaxtastund verður á sínum stað. Líkt og fram kemur á skóladagatali er skertur dagur í Borgaskóla miðvikudaginn 17. febrúar. Nemendur mæta í skólann kl. 08:20. Skóladegi hjá nemendum í 5.-7. bekk lýkur kl. 11:40 og skóladegi hjá nemendum í…

Nánar