Uncategorized
Sumarkveðja, sumarlestur og nýtt fréttabréf
Starfsfólk Borgaskóla þakkar fyrir gott og gjöfult samstarf á skólaárinu 2022-2023 og sendir kærar kveðjur til nemenda og fjölskyldna þeirra, með ósk um ánægjulegar samverustundir í sumar. Sérstaklega viljum við minnast á sumarlestur og skráningu á honum. Hér má finna skráningablað fyrir yngsta stig og hér má finna skráningablað fyrir miðstig. Síðasta fréttabréf skólaársins er…
Nánar5., 6. og 7. júní í Borgaskóla
Síðasta vika skólaársins er handan við hornið og skólaslit verða miðvikudaginn 7. júní. Mánudaginn 5. júní er leikjadagur í Borgaskóla, það er jafnframt skertur dagur og kennt er til kl. 12:00. Þann dag eru nemendur í útileikjum á mismunandi stöðvum sem kennarar stýra. Nemendur fá hádegismat áður en þeir fara heim og frístundaheimilið Hvergiland tekur…
NánarStarfsdagur 10. maí
Líkt og fram kemur á skóladagatali Borgaskóla er starfsdagur miðvikudaginn 10. maí. Þann dag vinnur starfsfólk að undirbúningi kennslu, opið er í Hvergilandi fyrir þá sem eru skráðir þann dag.
NánarNýtt fréttabréf er komið út
Þriðja fréttabréf skólaársins er komið út og við hvetjum ykkur til að lesa það. Fréttabréfið er að finna hér.
NánarPáskakveðja
Starfsfólk Borgaskóla sendir nemendum og foreldrum bestu óskir um gleðilega páska og notalega samveru. Við hlökkum til að taka á móti nemendum okkar að loknu páskaleyfi, þriðjudaginn 11. apríl. Þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
NánarTölum við börn um klám
Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. En klámneysla er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Að leita í klám til að svala forvitni og áhuga um kynlíf er skiljanlegt, sem og að slysast óvart inn á slíkt efni í stafrænni veröld nútímans. Það sýnir þó ekki raunveruleikann heldur getur þvert…
NánarBorgaskólaleikar
Á öskudag voru Borgaskólaleikar haldnir í fyrsta sinn. Öllum nemendum var skipt í lið þvert á árganga þar sem elstu nemendur voru hópstjórar. Hóparnir söfnuðu stigum með því að leysa þrautir sem reyndu á fjölbreytta hæfni. Má þar t.d. nefna hreystigreip, kappát, pönnukökukeppni, stafsetningarkeppni, naglaboðhlaup og sipp. Það var ánægjulegt að fylgjast með kynjaverum af…
Nánar