Uncategorized
Vorhátíð Borgaskóla 24. maí, takið daginn frá
Vorhátíð Borgaskóla, foreldrafélags Borgaskóla og frístundar verður haldin á skólalóð Borgaskóla þriðjudaginn 24. maí kl. 16:30-18:00. Sirkus Íslands verður á staðnum. Nánari dagskrá auglýst síðar.
NánarSímsvörun í dag, 13. maí, er stopul
Vinsamlegast athugið að í dag er stopul símsvörun í Borgaskóla. Bent er á að senda tölvupóst til þess er málið varðar.
NánarLokahátíð upplestrarkeppninnar
Lokahátíð upplestrarkeppninnar í Reykjavík fór fram í Grafarvogskirkju mánud. 25. apríl sl. Tveir nemendur úr 7. bekk frá sjö skólum tóku þátt og voru sannarlega allir sigurvegarar í keppninni. Við getum verið stolt af fulltrúum Borgaskóla, þeim Sigurði Guðna og Viktoríu Rós, sem stóðu sig með prýði. Keppendur lásu valinn texta úr sögunni Blokkin á…
NánarPáskakveðja og fréttabréf
Fréttabréf Borgaskóla er komið út og við hvetjum ykkur til að lesa. Hlekk á fréttabréfið má finna hér. Páskaleyfi í Borgaskóla er dagana 11.-18. apríl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 19. apríl. Starfsfólk Borgaskóla sendir páskakveðjur til nemenda og fjölskyldna þeirra með von um ánægjulegt páskaleyfi.
NánarJólakveðja og fréttabréf
Starfsfólk Borgaskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs, með kærri þökk fyrir gott og gjöfult samstarf á árinu sem er að líða. Kennsla hefst á nýju ári þann 4. janúar kl. 08:20, samkvæmt stundaskrá. Fréttabréf Borgaskóla er komið út, það má finna hér
NánarEngin símsvörun í Borgaskóla í dag
Í dag, þriðjudag, er ekki símsvörun í Borgaskóla. Vinsamlegast notið tölvupóst til að hafa samband við starfsfólk.
NánarBleikur föstudagur í október
Á morgun, föstudag, ætlum við halda í heiðri bleikan október. Starfsmenn og nemendur eru hvattir til að mæta í einhverju bleiku.
NánarNorræna skólahlaupið
Nemendur hlupu Norræna skólahlaupið í morgun í blíðskaparveðri. Miðstigið reið á vaðið. Margir hlupu nokkra hringi. Á yngsta stigi hlupu allir nokkra hringi og einstaka nemendur náðu að hlaupa 7-8 hringi. Vel gert!
Nánar