Uncategorized

14 okt'21

Bleikur föstudagur í október

Á morgun, föstudag, ætlum við halda í heiðri bleikan október. Starfsmenn og nemendur eru hvattir til að mæta í einhverju bleiku.

Nánar
06 okt'21

Norræna skólahlaupið

Nemendur hlupu Norræna skólahlaupið í morgun í blíðskaparveðri. Miðstigið reið á vaðið. Margir hlupu nokkra hringi. Á yngsta stigi hlupu allir nokkra hringi og einstaka nemendur náðu að hlaupa 7-8 hringi. Vel gert!

Nánar
06 okt'21

Heimsókn frá leikskólanum

Leikskólarnir komu í fyrstu heimsókn vetrarins í síðustu viku. Pálína sérkennari tók á móti þeim og þau fóru í útileiki.

Nánar
09 jún'21

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Mánudaginn 7. júní voru nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjaskóla. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram við að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. Inga María Arnardóttir, nemandi í 7. bekk, er handhafi verðlaunanna að þessu sinni. Hún…

Nánar
03 jún'21

9. og 10. júní í Borgaskóla

Miðvikudaginn 9. júní er útivistardagur í Borgaskóla. Þá fara starfsmenn og nemendur í Gufunesbæ og njóta þeirrar útivistar sem þar er að finna. Við grillum pylsur í hádegismat og  skóladegi lýkur kl. 12:00 þann dag.  Þeir nemendur sem eru í frístund fara í Hvergiland að loknum skóladegi. Fimmtudaginn 10. júní eru skólaslit. Fyrirkomulagið verður þannig…

Nánar
25 maí'21

Reglugerð um samkomutakmarkanir

Í dag tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir og er gildistími hennar til 16. júní nk. Við gætum sóttvarna hér í Borgaskóla og biðjum foreldra um að koma ekki inn í skólann nema að höfðu samráði við kennara eða skrifstofu.

Nánar
09 maí'21

Starfsdagur 10. maí – Menntastefnumót

Mánudaginn 10. maí er starfsdagur í Borgaskóla og því engin  kennsla þann dag. Einnig er starfsdagur í frístundaheimilinu Hvergilandi. Starfsfólk skóla og frístundar nýtir daginn til þess að taka þátt í rafrænu Menntastefnumóti, þar sem kennarar skólans eiga fjóra fulltrúa. Signý Traustadóttir og Unnur Jónsdóttir munu kynna nýsköpun í gegnum Glowforge og Þuríður Ágústsdóttir og…

Nánar