Fréttir

09 nóv'21

Dagur gegn einelti í Borgaskóla

Á baráttudegi gegn einelti 8. nóvember tóku allir nemendur Borgaskóla og kennarar þátt í að mynda hjarta á skólalóðinni til þess að minna okkur á að virðing og vinsemd í samskiptum skiptir okkur öll máli. Einnig voru umræður um góð samskipti og vináttu í öllum árgöngum. Einkunnarorð skólans eru einmitt:  Jákvæðni, virðing og vinátta. Borgaskóli…

Nánar
25 okt'21

Verðlaun fyrir sumarlestur

Við skólaslit í júní voru nemendur hvattir til að vera duglegir við sumarlestur.  Það hefur nefnilega sýnt sig að lestrarhraði og lesskilningur nemenda hrakar almennt  yfir sumarmánuðina og því brýnt að hvetja þá til dáða í lestrinum allt árið. Á dögunum  var nemendum sem skáru framúr í sumarlestri  veitt viðurkenning. Margir voru virkilega duglegir og…

Nánar
19 okt'21

4.bekkur með bikar fyrir Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann er alþjóðlegt átak sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um hér á landi. Í október ár hvert eru börn í yfir fjörutíu löndum hvött sérstaklega til að nýta sér virkan samgöngumáta, svo sem göngu, til að ferðast til og frá skóla. Vegna aðstæðna hér á landi er átakið í septemeber.…

Nánar
17 sep'21

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru var fimmtudaginn 16.september og í tilefni þess fóru nemendur út um hvippinn og hvappinn. Nemendur í 5.bekk gengu á Úlfarsfell, 6.bekkur var í ratleik í kringum skólann, 7.bekkur fór víða um hverfin hér í norðanverðum Grafarvogi og svona má lengi telja. Nemendur í 2.bekk færðu skólastofuna niður í fjöru þar sem þeir…

Nánar
19 ágú'21

Skólasetning Borgaskóla

Mánudaginn 23. ágúst nk. verður skólasetning í Borgaskóla. Vegna aðstæðna verður skólasetning í skólaportinu og eru foreldrar/forráðamenn velkomnir. Kennarar skólans munu kynna sig og eftir stutta samveru fer hver nemendahópur með sínum umsjónarkennara í heimastofu. Nemendur í 1. bekk eru boðaðir með foreldrum/forráðmönnum sínum í viðtöl til umsjónarkennara. 2.-3. bekkur kl.9:00 4.-5. bekkur kl. 10:00…

Nánar
17 nóv'20

Starfsdagur miðvikudag

Á miðvikudaginn 18.nóvember verður sameiginlegur starfsdagur allra grunnskóla í Grafarvogi. Kennsla fellur niður hjá nemendum þann dag.

Nánar
16 nóv'20

Íslenskuverðlaun unga fólks í bókmenntaborginni Reykjavík

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru veitt í dag, á degi íslenskrar. Verðlaunin, sem nú voru afhent í fjórtánda sinn, eru veitt þeim nemendum sem hafa sýnt færni, frumleika að sköpunargleði við að tjá sig á íslensku í ræðu og/eða riti, þeim sem hafa sýnt leikni í að nota tungumálið sem samskiptatæki, ýmist í hagnýtu eða listrænu…

Nánar
30 okt'20

Hertar sóttvarnaraðgerðir

Ágætu foreldrar/forráðamenn. Það er ljóst eftir blaðamannafund ríkistjórnarinnar í dag að breytingar verða á útfærslu skólastarfs. Að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra verður reglugerð varðandi skólastarf tilbúin á sunnudaginn. Þangað til bíðum við átekta, frekari upplýsinga er ekki að vænta fyrr en eftir að reglugerðin hefur verið gefin út. Við sendum út nánari upplýsingar um leið…

Nánar
05 okt'20

Skólastarf í Borgaskóla

Kennsla hefst á morgun, 6. október samkvæmt stundaskrá. Vinsamlegast athugið að skólahúsnæðið er aðeins opið nemendum og starfsfólki.

Nánar
15 sep'20

Skertur skóladagur í dag

Í dag (þriðjudag) er skóladagurinn hjá nemendum skertur. Skóladeginum lýkur um hádegi. Norræna skólahlaupið verður haldið í dag en þá hlaupa nemendur góðan hring í hverfinu.

Nánar