Fréttir

04 apr'22

Leggjum við hlustir í Borgarbókasafninu í Spönginni

Nemendur í 7. bekk Borgaskóla bjóða á tónleika sem veita innsýn í námskeiðið #leggjumviðhlustir sem tónskáldið Halla Steinunn Stefánsdóttir vann í samstarfi við nemendur. #leggjumviðhlustir var unnið í skólabyggingunni og nærumhverfi hennar þar sem unnið var út frá spurningum um hvernig við hlustum og á hvað. Nemendur lærðu að nota upptökutæki og héldu í umhverfisupptökur. Verkið verður sett…

Nánar
31 mar'22

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Við urðum þess heiðurs aðnjótandi að Forritarar framtíðarinnar sem er samfélagsverkefni fjármagnað af aðilum atvinnulífsins styrkti Borgaskóla um 150 þúsund krónur til vélmennakaupa síðastliðið sumar. Fyrir upphæðina náðum við að kaupa sex Sphero Bolt vélmenni. Með þessari viðbót í forritunarkennslu hefur svo sannarlega aukist  fjölbreytni í skólastarfi hjá okkur í vetur. Vélmennin hafa vakið mikla…

Nánar
24 feb'22

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Borgaskóla þann 23. febrúar sl. Það voru átta fulltrúar nemenda sem lásu upp sögutexta og ljóð á sal skólans að viðstöddum skólastjórnendum, kennurum og nemendum í 7. bekk. Þátttakendur stóðu sig með prýði og eru allir sigurvegarar. Dómnefndina skipuðu Svanhildur Ólafsdóttir, Hafdís Ragnarsdóttir og Alda Arnardóttir. Þær völdu þrjá nemendur…

Nánar
22 feb'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu 21. febrúar sl. Afhending verðlaunanna fór fram á Alþjóðadegi móðurmálsins að þessu sinni. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu. Fulltrúi Borgaskóla að þessu sinni var Sigurður Guðni í 7.K fyrir að hafa mjög gott vald á íslensku og…

Nánar
09 nóv'21

Dagur gegn einelti í Borgaskóla

Á baráttudegi gegn einelti 8. nóvember tóku allir nemendur Borgaskóla og kennarar þátt í að mynda hjarta á skólalóðinni til þess að minna okkur á að virðing og vinsemd í samskiptum skiptir okkur öll máli. Einnig voru umræður um góð samskipti og vináttu í öllum árgöngum. Einkunnarorð skólans eru einmitt:  Jákvæðni, virðing og vinátta. Borgaskóli…

Nánar
25 okt'21

Verðlaun fyrir sumarlestur

Við skólaslit í júní voru nemendur hvattir til að vera duglegir við sumarlestur.  Það hefur nefnilega sýnt sig að lestrarhraði og lesskilningur nemenda hrakar almennt  yfir sumarmánuðina og því brýnt að hvetja þá til dáða í lestrinum allt árið. Á dögunum  var nemendum sem skáru framúr í sumarlestri  veitt viðurkenning. Margir voru virkilega duglegir og…

Nánar
19 okt'21

4.bekkur með bikar fyrir Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann er alþjóðlegt átak sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um hér á landi. Í október ár hvert eru börn í yfir fjörutíu löndum hvött sérstaklega til að nýta sér virkan samgöngumáta, svo sem göngu, til að ferðast til og frá skóla. Vegna aðstæðna hér á landi er átakið í septemeber.…

Nánar
17 sep'21

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru var fimmtudaginn 16.september og í tilefni þess fóru nemendur út um hvippinn og hvappinn. Nemendur í 5.bekk gengu á Úlfarsfell, 6.bekkur var í ratleik í kringum skólann, 7.bekkur fór víða um hverfin hér í norðanverðum Grafarvogi og svona má lengi telja. Nemendur í 2.bekk færðu skólastofuna niður í fjöru þar sem þeir…

Nánar
19 ágú'21

Skólasetning Borgaskóla

Mánudaginn 23. ágúst nk. verður skólasetning í Borgaskóla. Vegna aðstæðna verður skólasetning í skólaportinu og eru foreldrar/forráðamenn velkomnir. Kennarar skólans munu kynna sig og eftir stutta samveru fer hver nemendahópur með sínum umsjónarkennara í heimastofu. Nemendur í 1. bekk eru boðaðir með foreldrum/forráðmönnum sínum í viðtöl til umsjónarkennara. 2.-3. bekkur kl.9:00 4.-5. bekkur kl. 10:00…

Nánar
17 nóv'20

Starfsdagur miðvikudag

Á miðvikudaginn 18.nóvember verður sameiginlegur starfsdagur allra grunnskóla í Grafarvogi. Kennsla fellur niður hjá nemendum þann dag.

Nánar