Borgaskólaleikar

Á öskudag voru Borgaskólaleikar haldnir í fyrsta sinn. Öllum nemendum var skipt í lið þvert á árganga þar sem elstu nemendur voru hópstjórar. Hóparnir söfnuðu stigum með því að leysa þrautir sem reyndu á fjölbreytta hæfni. Má þar t.d. nefna hreystigreip, kappát, pönnukökukeppni, stafsetningarkeppni, naglaboðhlaup og sipp. Það var ánægjulegt að fylgjast með kynjaverum af öllum stærðum og gerðum hjálpast að við að safna stigum og fá hópstjórar sérstakt hrós fyrir að skila hlutverki sínu mjög vel. Verðlaunaafhending var haldin á sal 1. mars þar sem tvö lið voru jöfn að stigum og skiptu með sér 1. sætinu. Fengu þau afhenda verðlaunapeninga sem skornir voru út í laserskeranum okkar. Liðin í 2. og 3. sæti fengu viðurkenningu. Á myndinni má sjá liðin sem voru í 1. sæti.