Ævar Þór kom í heimsókn

Ævar Þór rithöfundur kom í heimsókn í Borgaskóla mánudaginn 21. nóvember og las upp úr nýjustu bók sinni, Drengurinn með ljáinn. Bókin hentar vel miðstigi og því fengu nemendur í 5.-7. bekk að hlusta á Ævar á sal skólans. Bókin er hröð og grípandi ungmennasaga sem er prýdd fjölda mynda og óhætt að segja að nemendur hafi verið mjög áhugasamir um bókina og Ævar sjálfan.