Dagur gegn einelti í Borgaskóla

Á baráttudegi gegn einelti 8. nóvember tóku allir nemendur Borgaskóla og kennarar þátt í að mynda hjarta á skólalóðinni til þess að minna okkur á að virðing og vinsemd í samskiptum skiptir okkur öll máli. Einnig voru umræður um góð samskipti og vináttu í öllum árgöngum.

Einkunnarorð skólans eru einmitt:  Jákvæðni, virðing og vinátta. Borgaskóli skapandi skóli fyrir alla.

Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hjartað.