Verðlaun fyrir sumarlestur

Við skólaslit í júní voru nemendur hvattir til að vera duglegir við sumarlestur.  Það hefur nefnilega sýnt sig að lestrarhraði og lesskilningur nemenda hrakar almennt  yfir sumarmánuðina og því brýnt að hvetja þá til dáða í lestrinum allt árið.
Á dögunum  var nemendum sem skáru framúr í sumarlestri  veitt viðurkenning. Margir voru virkilega duglegir og lásu mikið og hér á myndunum má sjá hluta af þeim nemendum sem fengu viðurkenningu fyrir dugnaðinn.