4.bekkur með bikar fyrir Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann er alþjóðlegt átak sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um hér á landi. Í október ár hvert eru börn í yfir fjörutíu löndum hvött sérstaklega til að nýta sér virkan samgöngumáta, svo sem göngu, til að ferðast til og frá skóla. Vegna aðstæðna hér á landi er átakið í septemeber.
Nemendur í Borgaskóla tóku verkefnið opnum örmum og kepptust við að skrá niður ferðamáta sinn. Að lokum voru það nemendur í 4.bekk sem báru sigur úr býtum þetta árið og hér má sjá þá með verðlaunagripinn, farandbikarinn.