Skólasetning Borgaskóla

Mánudaginn 23. ágúst nk. verður skólasetning í Borgaskóla. Vegna aðstæðna verður skólasetning í skólaportinu og eru foreldrar/forráðamenn velkomnir. Kennarar skólans munu kynna sig og eftir stutta samveru fer hver nemendahópur með sínum umsjónarkennara í heimastofu.

Nemendur í 1. bekk eru boðaðir með foreldrum/forráðmönnum sínum í viðtöl til umsjónarkennara.
2.-3. bekkur kl.9:00
4.-5. bekkur kl. 10:00
6.-7. bekkur kl. 11:00

Foreldrar fá senda rafræna kynningu á skólastarfinu frá umsjónarkennurum.
Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst í 1. -7. bekk.

Kennsla hefst mánudaga – fimmtudaga kl. 8:20 en kl. 9:00 á föstudögum hjá 1.-7. bekk.
Kennslu lýkur í 1. -4. bekk kl. 13:40  en kl. 14:00 hjá 5. -7. bekk.