Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Mánudaginn 7. júní voru nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjaskóla. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram við að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. Inga María Arnardóttir, nemandi í 7. bekk, er handhafi verðlaunanna að þessu sinni. Hún var tilnefnd fyrir að hafa vaxandi hugarfar að leiðarljósi og vera jákvæð fyrirmynd fyrir aðra nemendur. Inga María hefur sýnt framfarir í námi og félagslegum samskiptum. Hún leggur sig alltaf fram um þau verkefni sem lögð eru fyrir hana og sýnir þrautseigju við lausn þeirra.

Inga María var vel að þessum verðlaunum komin og við erum stolt af henni.