9. og 10. júní í Borgaskóla

Miðvikudaginn 9. júní er útivistardagur í Borgaskóla. Þá fara starfsmenn og nemendur í Gufunesbæ og njóta þeirrar útivistar sem þar er að finna. Við grillum pylsur í hádegismat og  skóladegi lýkur kl. 12:00 þann dag.  Þeir nemendur sem eru í frístund fara í Hvergiland að loknum skóladegi.

Fimmtudaginn 10. júní eru skólaslit. Fyrirkomulagið verður þannig að umsjónarkennarar taka á móti nemendum og foreldrum á skólalóð. Nemendur flytja atriði fyrir foreldra utandyra og fylgja svo umsjónarkennurum í kennslustofur þar sem haldin er stutt kveðjustund. Foreldrum er velkomið að bíða á skólalóð á meðan kveðjustund stendur. Foreldrar nemenda í 7. bekk fá boð á útskrift sem verður sama dag kl. 12:00.

Tímasetningar skólaslita eru eftirfarandi:

Nemendur í 5.-6. bekk kl. 09:00

Nemendur í 3. bekk kl. 10:00

Nemendur í 4. bekk kl. 10:30

Nemendur í 1.-2. bekk kl. 11:00