Starfsdagur 10. maí – Menntastefnumót

Mánudaginn 10. maí er starfsdagur í Borgaskóla og því engin  kennsla þann dag. Einnig er starfsdagur í frístundaheimilinu Hvergilandi. Starfsfólk skóla og frístundar nýtir daginn til þess að taka þátt í rafrænu Menntastefnumóti, þar sem kennarar skólans eiga fjóra fulltrúa. Signý Traustadóttir og Unnur Jónsdóttir munu kynna nýsköpun í gegnum Glowforge og Þuríður Ágústsdóttir og Tinna Lind Sigurbjörnsdóttir munu kynna verkefnið Stærðfræðileiðtogar.

Foreldrar er velkomnir á Menntastefnumótið, hlekk á það er að finna hér 

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. maí.