Bolludagur og öskudagur

Mánudaginn 15. febrúar er bolludagur og þá er nemendum velkomið að koma með bollur í nesti. Ávaxtastund verður á sínum stað.

Líkt og fram kemur á skóladagatali er skertur dagur í Borgaskóla miðvikudaginn 17. febrúar. Nemendur mæta í skólann kl. 08:20. Skóladegi hjá nemendum í 5.-7. bekk lýkur kl. 11:40 og skóladegi hjá nemendum í 1.-4. bekk lýkur kl. 12:15. Frístundaheimilið Hvergiland tekur við þeim nemendum sem eru í frístund að loknum skóladegi. Allir nemendur fá hádegisverð. Það er viðbúið að það verði margar furðuverur á vappi í skólanum þennan dag og nemendum frjálst að koma í furðufötum í skólann, án allra vopna.