Sundkennsla hefst á ný og grímuskylda nemenda á miðstigi afnumin

Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins hefur grímuskyldu verið aflétt hjá nemendum á miðstigi ásamt fjarlægðartakmörkunum. Áframhaldandi hólfaskipting er enn við líði  í skólanum ásamt því að nemendur mæta í skólann á sama tíma og undanfarnar vikur:

1., 3. 6, og 7. bekkur mæta kl. 08:20 á morgnana.

2., 4. og 5. bekkur mæta kl. 08:30 á morgnana.

Sundkennsla hefst á ný í dag en þó háð takmörkunum hólfaskiptingar og verður sundkennslu haldið úti með ákveðnu skipulagi.

Íþróttakennsla innandyra hefst á ný, en einnig háð takmörkunum hólfaskiptingar og verður því stór hluti íþróttakennslu áfram utandyra. Því er mikilvægt að nemendur komi klæddir til útiveru.

Nemendur á miðstigi koma áfram með hádegishressingu að heiman.