Hreint skólaumhverfi

Í dag fór 6. K út til að tína upp rusl í kringum skólann sinn. Þetta var liður í námsfélagaverkefni í lífsleikni og voru nemendur dregnir í pör til að vinna saman. Verkefnið gekk vonum framar og safnaðist heilmikið saman eins og sést á myndinni. Margt kom þeim á óvart sem þau fundu í beðunum, eins og stakir vettlingar, ísumbúðir, mandarínubörkur og margt fleira. Eftir að búið var að safna ruslinu, var rætt um skólaumhverfið og hvernig við berum öll saman ábyrgð á því að skólinn okkar og skólalóðin séu laus við óþarfa rusl. Þau voru mjög ánægð með framtak sitt og fengu mikið hrós fyrir.