Hertar sóttvarnaraðgerðir

Ágætu foreldrar/forráðamenn.

Það er ljóst eftir blaðamannafund ríkistjórnarinnar í dag að breytingar verða á útfærslu skólastarfs. Að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra verður reglugerð varðandi skólastarf tilbúin á sunnudaginn.

Þangað til bíðum við átekta, frekari upplýsinga er ekki að vænta fyrr en eftir að reglugerðin hefur verið gefin út.

Við sendum út nánari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.

Fyrir hönd starfsfólks Borgaskóla,

Árný Inga Pálsdóttir skólastjóri