Tilkynning til foreldra/forráðamanna í Borgaskóla

Vegna Covid-19 smits sem kom upp í Borgaskóla verður almenn kennsla færð yfir í fjarkennslu til þriðjudagsins 6. október. Vinsamlegast athugið að samkvæmt skóladagatali er starfsdagur í skólanum mánudaginn 5. október. Foreldrar hafa fengið upplýsingar í tölvupósti frá skólastjóra.

Foreldrar barna í frístundastarfi fá nánari upplýsingar sendar um tilhögun starfsins. Einnig mun félagsmiðstöðin skipuleggja starf fyrir nemendur á miðstigi.